Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2021 20:11 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Vísir Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent