Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá alvarlegri hnífaárás sem var við Hagkaup í Garðabæ í gær. Lögreglan segir að ofbeldisglæpum sem þessum fari fjölgandi og séu alvarlegri en áður.

Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir grófu kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

Við ræðum við fósturforeldra á Selfossi sem segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu á sínum tíma til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo stráka í fóstri á tvítugsaldri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi né á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. 

Þá verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins. 

Þetta og ýmislegt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.