Sport

Dagskráin í dag: Sneisafullur sportlaugardagur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valur og KA/Þór eigast við í Olís-deild kvenna í dag.
Valur og KA/Þór eigast við í Olís-deild kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á hvorki meira né minna en 14 beinar útsendingar í dag. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Handboltinn á heima á Stöð 2 Sport í dag, en tveir leikir í Olís-deild kvenna eru í boði. Klukkan 13:20 mætast ÍBV og Fram og klukkan 15:50 taka Valskonur á móti Íslandsmeisturum KA/Þór.

Stöð 2 Sport 2

Stöð 2 Sport 2 býður upp á fjórar beinar útsendingar í tengslum við undankeppni HM 2022. Bosnía og Finnland eigast við klukkan 13:50, Norðmenn taka á móti Lettum klukkan 16:50 og Frakkland og Kasakstan eigast við klukkan 19:35.

Klukkan 21:45 er svo Markaþáttur HM 2022 á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum dagsins.

Stöð 2 Sport 3

Sportrás númer þrjú býður upp á bland í poka, en fyrst á dagskrá er viðureign Port Vale og Bradford í ensku League Two klukkan 11:55.

Klukkan 14:55 er það svo viðureign Ipswich og Oford í ensku League One, áður en Gran Canaria og Baskonia eigast við í spænsku ACB deildinni í körfubolta.

Það er svo leikur Utah Jazz og Miami Heat í NBA-deildinni sem lokar kvöldinu, en útsending hefst klukkan 22:00.

Stöð 2 Sport 4

Morgunhanarnir geta stillt á Stöð 2 Sport 4, en nú klukkan 06:00 hóft útsending frá Women’s Amateur Asia-Pacific Championship.

Stöð 2 Golf

AVIV Dubai Championship á Evrópumótaröðinni hefst klukkan 08:00, áður en Pelican Women's Championshipá LPGA-mótaröðinni tekur við klukkan 15:00.

Houston Open á PGA-mótaröðinni lokar svo golfdeginum, en útsending þaðan hefst klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×