Innlent

Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Svo virðist sem óvenju margar tegundir af pestum séu að ganga.
Svo virðist sem óvenju margar tegundir af pestum séu að ganga. Vísir/Vilhelm

Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 

„Við erum með mjög mikið álag á bráðamóttökunni og deildin hefur verið oft yfirfull og ekki hægt að leggja upp á deild fyrr en bara eftir sólarhring eða svo þannig að það er mjög erfitt ástand hérna. Ef við tökum tölur sko aðkomutölur á bráðamóttökuna þá er sirka fimmtíu prósent aukning miðað við sama tíma haustið 2019,“ segir Ragnar Bjarnason yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum.

Svo virðist sem óvenju margar tegundir af pestum séu að ganga en lítið var um umgangspestir í fyrra. Á meðal þess sem er að hrjá börnin núna eru uppköst og niðurgangur og nokkrar tegundir af öndunarfærasýkingum. „Bara fleiri árgangar núna sem að hafa ekki séð þessar veirur neitt.“

Ragnar Bjarnason yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir álagið mikið á Barnaspítalanum þessa dagana.Vísir/Bjarni

Nú eru 350 börn með kórónuveiruna og í eftirliti spítalans. Ragnar segir flest verða lítið veik þó nokkur hafi þurft að leggjast inn á spítalann.

„Sem betur fer eru fæst að veikjast mikið. Það er mjög mikið hringt í okkur og jafnvel mikið að óþörfu. Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta og annað sem að við höfum ekkert „mandat“ til að gera. Við erum með neyðarnúmer fyrir þá sem að eru í vanda vegna veikinda ekki til að stytta einangrun um einn dag eða sóttkví.“


Tengdar fréttir

Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði

Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.