Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frumlegri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 17:38 Hljómsveitarmeðlimir I Cugini di Campagna eru síður en svo sáttir með búningaval Måneskin á tónleikum Rolling Stones í Las Vegas á laugardag. Instagram/I Cuginni di Campagna Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas. Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“ Tónlist Ítalía Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“
Tónlist Ítalía Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira