Innlent

Annar ökumaðurinn alvarlega slasaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögregla lokaði Þjóðvegi 1 í gær við Dalvíkurafleggjarann vegna slyssins.
Lögregla lokaði Þjóðvegi 1 í gær við Dalvíkurafleggjarann vegna slyssins. Vísir/Berghildur

Ökumaður annars bílsins í árekstri á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði upp úr hádegi í gær er töluvert slasaður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Mbl.is.

Hált er á þjóðvegum landsins og varð áreksturinn nærri Dalvíkurafleggjaranum um eittleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í gær komu bílarnir úr gagnstæðri átt.

Ökumenn beggja bíla og farþegi voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáir Mbl.is að töluverð slys hafi orðið á fólki, sérstaklega öðrum ökumanninum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×