Innlent

Mál gegn meintum byssumanni fellt niður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skotið var á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir utan heimili hans.
Skotið var á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir utan heimili hans.

Mál gegn manninum sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr riffli á bifreið borgarstjóra við heimili hans og á skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið fellt niður hjá héraðssaksóknara.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en þar segir að ákvörðun saksóknara byggi á því ákvæði sakamálalaga að lögregla geti hætt rannsókn ef ekki þyki grundvöllur til að halda henni áfram. 

Hinn grunaði, sem er fyrrverandi lögreglumaður, mun upphaflega hafa verið handtekinn eftir að myndum úr öryggismyndavélum í hverfinu var aflað. Í blaðinu segir að þær upplýsingar og önnur sönnungargögn í málinu séu ekki talin nægja til sakfellingar en maðurinn neitaði ávallt sök. 

Maðurinn gæti þó enn átt yfir höfði sér ákæru fyrir brot á vopnalögum, þar á meðal um meðferð og innflutning vopna og skotvopnaburð á almannafæri, því í blaðinu segir að aðeins sé verið að fella niður þann hluta málsins sem varðar rannsókn á ofbeldi eða hótunum gegn opinberum starfsmanni, hættubroti og eignaspjöllum.


Tengdar fréttir

Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda

Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum.

Grunaður byssumaður losnar úr varðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra losnar úr gæsluvarðhaldi klukkan fjögur í dag. Héraðssaksóknari taldi ekki grundvöll til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.