Ráðning Andra framlengd og Stefán Hrafn snúinn aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2021 11:14 Stefán Hrafn Hagalín og Andri Ólafsson. Tímabundin ráðning Andra Ólafssonar í starf upplýsingafulltrúa hjá Landspítalanum hefur verið framlengd til 1. febrúar. Stefán Hrafn Hagalín, sem er deildarstjóri samskiptadeildar, hefur snúið aftur til starfa. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Þar segir að í verkahring Andra sé fyrst og fremst þjónusta við fjölmiðla en meðal annarra verkefna samskiptadeildar séu víðtækari upplýsingamiðlun til starfsfólks og almennings, framleiðsla fræðsluefnis og rekstur vefsvæða og samskiptamiðla spítalans. Þá segir jafnframt að framtíðarfyrirkomulag upplýsingamála á Landspítalanum sé til skoðunar og gert sé ráð fyrir að niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir í byrjun næsta árs. Tilkynnt var um tímabundna ráðningu Andra 26. ágúst síðastlinn en í tilkynningu kom fram að hann yrði samskiptadeildinni til liðsinnis næstu þrjá mánuði. Þegar Andri var ráðinn til Landspítalans starfaði hann sem aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands. Á sama tíma og tilkynnt var um ráðningu Andra var greint frá því að Stefán Hrafn væri á leið í frí en hann hafði þá valdið nokkru uppþoti með tölvupósti sem hann sendi á stjórnendur spítalans. Þar beindi Stefán því til annarra yfirmanna að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til sín, kallaði fjölmiðlamenn „skrattakolla“ og varaði við því að svara ákveðnum númerum. Stefán baðst afsökunar nokkrum dögum síðar og sagðist hefðu átt að lesa bréfið yfir. „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ sagði Stefán Hrafn. Fjölmiðlar Landspítalinn Tengdar fréttir Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Þar segir að í verkahring Andra sé fyrst og fremst þjónusta við fjölmiðla en meðal annarra verkefna samskiptadeildar séu víðtækari upplýsingamiðlun til starfsfólks og almennings, framleiðsla fræðsluefnis og rekstur vefsvæða og samskiptamiðla spítalans. Þá segir jafnframt að framtíðarfyrirkomulag upplýsingamála á Landspítalanum sé til skoðunar og gert sé ráð fyrir að niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir í byrjun næsta árs. Tilkynnt var um tímabundna ráðningu Andra 26. ágúst síðastlinn en í tilkynningu kom fram að hann yrði samskiptadeildinni til liðsinnis næstu þrjá mánuði. Þegar Andri var ráðinn til Landspítalans starfaði hann sem aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands. Á sama tíma og tilkynnt var um ráðningu Andra var greint frá því að Stefán Hrafn væri á leið í frí en hann hafði þá valdið nokkru uppþoti með tölvupósti sem hann sendi á stjórnendur spítalans. Þar beindi Stefán því til annarra yfirmanna að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til sín, kallaði fjölmiðlamenn „skrattakolla“ og varaði við því að svara ákveðnum númerum. Stefán baðst afsökunar nokkrum dögum síðar og sagðist hefðu átt að lesa bréfið yfir. „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ sagði Stefán Hrafn.
Fjölmiðlar Landspítalinn Tengdar fréttir Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46