Sport

Dagskráin í dag: Körfuboltinn allsráðandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórsarar frá Þorlákshöfn taka á móti ÍR-ingum í Subway-deild karla í kvöld.
Þórsarar frá Þorlákshöfn taka á móti ÍR-ingum í Subway-deild karla í kvöld. vísir/hulda margrét

Í fimm af þeim átta beinu útsendingum sem sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á í dagverður körfuboltinn í forgrunni.

Dagurinn byrjar þó á golfi. Klukkan 14:00 hefst útsending frá Dubai Moonlight Classic á Stöð 2 Golf, en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Bermuda Championship tekur svo við á Stöð 2 Golf klukkan 17:30, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Subway Körfuboltakvöld kvenna er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 17:00, áður en Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn taka á móti ÍR-ingum í Subway-deild karla klukkan 18:05 á sömu rás.

Valur og Vestri eigast svo við á Stöð 2 Sport klukkan 20:05 og að þeim leik loknum eru Tilþrifin á dagskrá þar sem sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr leikjum dagsins.

Þá taka Haukar á móti KP Brno í Evrópukeppni kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19:20.

Rauðvín og klakar verður á sínum stað klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport þar sem að Steindi Jr. og félagar spila inn í nóttina og hver veit nema eins og ein rauð verði við hönd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.