Þar eru notendur samfélagsmiðilsins Twitter-engin undantekning, og margir telja ekki tilefni til að liggja á skoðunum sínum um þetta efni. Netverjar virðast sumir telja þetta til marks um að einhvers konar hrun sé í nánd, meðan aðrir telja hækkunina hreinlega verri en sjálfa kórónuveiruna.
Sjá einnig: Söguleg verðhækkun hjá Domino's
Hvort alvara fylgi þessum orðum Twitter-notenda skal ósagt látið, en leiða má að því líkum að alvaran í yfirlýsingum þeirra sé ekki algjör. Hér að neðan má sjá brot af því sem notendur Twitter höfðu að segja um 100 króna hækkunina. Sumum virðist þykja nóg um, meðan aðrir telja 1.100 krónur hóflegt og sanngjarnt verð fyrir tilboðið.
Jæja það er hrun pic.twitter.com/9HZLKIPCuz
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) October 26, 2021
ég mun ekki stunda viðskipti við @DPISL aftur fyrr en þriðjudagstilboð er lækkað niður í upprunalegt verð.
— steini (@thorsteinnhj) October 26, 2021
hið óhugsandi hefur gerst, þriðjudagstilboð kostar ekki lengur einn brynjólf pic.twitter.com/ZbVs00fP1M
— Ármann Leifsson (@ArmannLeifsson) October 26, 2021
Í einfeldni minni hélt ég að Dominos myndi samt aldrei hækka þetta. Þvert á alla lógík. pic.twitter.com/HG3eLFVVpR
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) October 26, 2021
Þessi verðhækkun er verri heldur en kórónuveiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 https://t.co/gaby5hjHlP
— Sölvi Kálsson (@SloviKarls) October 26, 2021
Minni á mun betri pizzu og tilboð pic.twitter.com/lvDIPmEJBH
— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) October 26, 2021
Ég borga alltaf 1500kr fyrir þriðjudagstilboð. Finnst það bara lágmark fyrir þessu gæði 🤤 læt svo cajun premium fylgja með🥰
— Henrik bjarnason (@Henrikbjarnason) October 26, 2021