Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2021 21:31 Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Vísir/Sigurjón Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október. Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október.
Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira