Ástin blómstrar eftir Fyrsta blikið: „Eins og að vinna í lottóinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2021 10:30 Helga Guðmundsóttir og Garðar Ólafsson eru par eftir þátttöku þeirra í Fyrsta blikinu. Er hægt að finna ástina fyrir framan alþjóð? Það má með sanni segja það en þau Helga Guðmundsdóttir og Garðar Ólafsson kynntust í þættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 þar sem þau fóru á stefnumót fyrir framan myndavélar. Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira