Lífið

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í kvöld er á dagskrá þátturinn Sagan þín er ekki öll. Safnað verður fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.
Í kvöld er á dagskrá þátturinn Sagan þín er ekki öll. Safnað verður fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. Stöð 2

Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Í þættinum heyrum við sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjáfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka eigið líf. Við heyrum reynslusögur ástvina af missi og kynnumst því göfuga starfi sem fer fram hjá Píeta samtökunum. Einnig verða tónlistaratriði frá GDRN og Emmsjé Gauta.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í opinni dagskrá á Stöð 2, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir og í spilaranum hér fyrir neðan. Útsendingin hefst 18:55. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.