Með og kjark og einlægni að fær Edna leikarana Sólveigu Guðmundsdóttur og Val Frey Einarsson með sér í afhjúpandi ferðalag í leit sinni að andlegum bata.
Edna mætir sínum innri djöflum með því að sviðsetja og atburði úr fortíð sinni með hjálp atvinnuleikara. Með fyrirgefningu og sjálfsást að leiðarljósi dregur hún erfiðar minningar fram í dagsljósið og rannsakar þannig eigin hugarfylgsni, æfilanga baráttu við geðsjúkdóma og sjálfsvígshugsanir.
Ekki einleikið býður áhorfendum að fylgja Ednu í tilfinningalega óvissuferð þar sem hún uppgötvar mátt leiklistarinnar og annarra sjálfshjálparaðferða í linnulausri baráttu við sína innri djöfla.
Myndin var frumsýnd á Íslandi á RIFF í flokkunum Önnur framtíð (A different tomorrow) og er nú komin í almennar sýningar i Bíó Paradís. Myndin var ein þriggja íslenskra kvikmynda hátíðarinnar sem einblíndu á sjónarhorn innflytjenda eða fólks með erlendan uppruna á Íslandi.
Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.