Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:00 Leo Messi og Luis Suarez í leik Barcelona og Atletico Madrid á síðasta tímabili. Getty/Urbanandsport Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira