Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 21:58 „Ég fagna því að hér er komin ríkisstjórn sem lætur verkin tala líka fyrir landsbyggðina,“ segir Karólína Helga. Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum. Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum.
Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira