Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði hálf­tíma er Burnl­ey mis­tókst að vinna Norwich

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Alex Livesey/Getty Images

Burnley varð í dag fyrsta liðinu sem mistókst að vinan Norwich City í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 0-0 í leik þar sem Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann í liði Burnley.

Fyrir leik dagsins voru bæði lið án sigurs en það sem meira var þá höfðu nýliðar Norwich City tapað öllum sex leikjum sínum til þessa. Á því varð breyting í dag er liðin gerðu markalaust jafntefli á Turf Moor.

Jóhann Berg kom inn af bekk Burnley eftir klukkustund en tókst ekki að brjóta ísinn. Burnley er í 18. sæti með þrjú stig eftir sjö leiki á meðan Norwich situr sem fastast á botninum með eitt stig.

Í öðrum leikjum tókst Leeds United loks að vinna leik er Diego Llorente tryggði liðinu 1-0 sigur á Watford. Þá vann Wolves 2-1 sigur á Newcastle United þökk sé tvennu Hee-Chan Hwang.

Leeds er nú með sex stig í 16. sæti meðan Watford er með sjö stig 14. sæti en Wolves eru í 10. sæti með níu stig á meðan Newcastle er 19. sæti með þrjú stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.