Fréttir

Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins leituðu næðis utan höfuðborgarsvæðisins í dag til að móta línurnar fyrir nýjan stjórnarsáttmála.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins leituðu næðis utan höfuðborgarsvæðisins í dag til að móta línurnar fyrir nýjan stjórnarsáttmála. Vísir/Vilhelm

Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála.

Þau höfðu fundað tvívegis áður eftir kosningar, á mánudag og þriðjudag, eins og þau höfðu öll lýst yfir að flokkarnir myndu gera fengju þeir til þess meirihluta, sem nú telur þrjátíu og sjö þingmenn.

Katrín segir ágætlega hafa miðað í viðræðunum í dag. Formennirnir hafi aðallega rætt um stóru línurnar í mögulegum stjórnarsáttmála fyrir næsta kjörtímabil og muni koma saman aftur til fundar í Reykjavík á morgun.


Tengdar fréttir

Bjarni telur eðlilegt að stokka upp ráðuneyti nái flokkarnir saman

Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milliflokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll til áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan.

For­sætis­ráð­herra­stóllinn ekki stóra málið

Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil.

Katrín til í for­sætis­ráð­herra­stólinn á­fram

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×