Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 11:30 Eva María segir að námskeið í London hafi bjargað sambandinu við fyrrverandi eiginmanninn. Snæbjörn talar við fólk „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins. Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira