Lífið

Bjarni og fjölskylda kvöddu Bó í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni og Bó á góðri stundu.
Bjarni og Bó á góðri stundu. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fjölskylda syrgja í dag hundinn Bó. Hundurinn, franskur bolabítur, kvaddi þennan heim í morgunsárið.

Bjarni greinir frá tíðindunum á Facebook. Þar rifjar hann upp þegar fjölskyldan fékk Bó inn á heimilið árið 2010, þá lítill hvolpur.

„Hann hefur gætt heimilis­lífið miklu lífi og veitt okkur ómælda gleði,“ segir Bjarni.

Bjarni greindi frá því í júní að á gamals aldri hefði Bó hafist handa við barneignir og eignast sjö hvolpa í tveimur gotum.

Bjarni og Bó á góðri stundu.Vísir/vilhelm

„Við vorum svo heppin að fá eitt afkvæmið í fjölskylduna, þegar Sushi litla flutti heim til Margrétar dóttur okkar á dögunum. Eins og sjá má er talsverður svipur með þeim feðginum,“ sagði Bjarni í júní.

Bó hafi hins vegar farið að hraka á þessu ári.

„Það byrjaði með flogaköstum sem tóku að ágerast en það var stöðvað með lyfjum. En skref fyrir skref varð tilveran erfiðari fyrir blessaðan kallinn. Þetta mikla vöðvabúnt stóð eiginlega ekki undir sjálfum sér fyrir rest. Í morgun kvöddum við hann. Bó verður sárt saknað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×