„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er ánægður með endurnýjunina sem hefur orðið innan flokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira