Enski boltinn

James á leið til Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Rodríguez kom til Everton í fyrra.
James Rodríguez kom til Everton í fyrra. getty/Robbie Jay Barratt

James Rodríguez hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Everton. Hann er farinn til Katar til viðræðna við þarlent félag.

James hefur ekkert spilað með Everton á þessu tímabili, meðal annars vegna kórónufaraldursins. Síðasti keppnisleikur Kólumbíumannsins fyrir Everton var gegn Sheffield United 16. maí.

Everton keypti James frá Real Madrid fyrir tólf milljónir punda í fyrra. Á síðasta tímabili lék hann 26 leiki fyrir Everton, skoraði sex mörk og lagði upp níu.

James er með um tvö hundruð þúsund pund í vikulaun og Everton vonast til að geta skorið niður launakostnað með því að losna við kólumbíska miðjumanninn.

Everton tapaði fyrir Aston Villa með þremur mörkum gegn engu í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.