Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 09:29 Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders
Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira