Lífið

Stærðarinnar skepna virtist fljúga yfir eldgosið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd sem tekin var frá Perlunni í gærkvöldi, sunnudaginn 12. september.
Mynd sem tekin var frá Perlunni í gærkvöldi, sunnudaginn 12. september. Svanfríður Ingjaldsdóttir

Um stund laugardagskvöld virtist sem rauðglóandi skepna hefði flogið yfir eldgosið í Geldingadölum. Það var í það minnsta frá Perlunni en ljósið frá eldgosinu lenti þannig á reyknum að auðvelt var að sjá fljúgandi dýr.

Svanfríður Ingjaldsdóttir tók meðfylgandi mynd á laugardagskvöld. Hún setti myndina á Facebooksíðu sína og spurði hvort fólk sæi þar dreka eða haförn.

Í samtali við fréttastofu segist Svanfríður hafa séð farið var að gjósa aftur af krafti og því hafi hún gert sér ferð niður að Perlu þar sem hún tók myndina út um gluggann á bíl sínum.

Eldgosið hafði verið í ákveðnum dvala í rúma viku þegar það virtist ná sér á fyrra strik á laugardaginn. Í kjölfarið lögðu margir leið sína að að gosstöðvunum en veður hefur þó reynst óhagstætt. Því var leiðinni að gosstöðvunum lokað í gær.


Tengdar fréttir

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé

Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×