Innlent

Bíllinn al­elda og ferða­mennirnir blautir og kaldir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bíllinn er gjörónýtur eftir eldsvoðann. Myndin er tekin á vettvangi á Kleifaheiði í nótt.
Bíllinn er gjörónýtur eftir eldsvoðann. Myndin er tekin á vettvangi á Kleifaheiði í nótt. Aðsend

Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti.

Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Vesturbyggðar segir í samtali við Vísi að þegar ferðamennirnir komust út úr bílnum hafi beðið þeirra mikil rigning og rok á heiðinni. Rúv greindi fyrst frá.

Rigning og rok var á heiðinni.Aðsend

„Þetta er fimmtán mínútna akstur frá Patreksfirði. Þau voru orðin mjög blaut og köld þegar við komum og gátum tekið þau inn í bíl,“ segir Davíð.

Slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva í bílnum, sem er gjörónýtur að sögn Davíðs. Aðstæður hafi þó verið erfiðar vegna veðurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.