Tíska og hönnun

Rakel og Helgi byggðu „Parísarsvalir“ út á þakið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rakel Halldórsdóttir í þættinum Ísland í dag.
Rakel Halldórsdóttir í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag

Rakel Halldórsdóttir heilsu frumkvöðull og fyrirsæta og Helgi Þorgils Friðjónsson einn virtasti lístmálari landsins búa í ævintýralegri íbúð og vinnustofu í miðbæ Reykjavíkur.

Í íbúð sinni hafa þau opnað útvegg og byggt svokallaðar „Parísarsvalir“ á þakinu út frá íbúðinni.

„Þá er hægt að opna út og heilsa sólinni,“ segir Rakel. 

Á svölunum ræktar Rakel allt mögulegt og meðal annars dásamleg jarðarber. Vala Matt heimsótti parið í nýjasta þættinum af Ísland í dag. 

Rakel varð landsþekkt fyrir frumkvöðlastarf sitt innan heilsugeirans með meðal annars lífrænum og heilsusamlegum mat og fleiru í Frú Laugu og svo er hún að vinna spennandi verkefni fyrir Matís. Helgi Þorgils fær boð reglulega um að sýna verk sín erlendis og mun brátt halda stóra sýningu á Ítalíu.

Í heimsókninni sagði Rakel frá brúðkaupi þeirra hjóna, en þau giftu sig í tómri Hallgrímskirkju fyrir þremur árum síðan.

„Við ákváðum að hafa þetta bara prívat, staðfesting okkar á okkar ást, okkar sameiningu fyrir okkur tvö,“ segir Rakel um þá ákvörðun.

„Við vorum að gifta okkur bæði í annað sinn, bæði eftir löng og farsæl hjónabönd. En við fundum hvort annað og elskumst heitt og viljum vera saman. Þetta var flókið náttúrulega, það voru mjög flókin vinatengsl og fjölskyldutengsl í allar áttir og svona þannig að við ákváðum bara að eiga þessa stund fyrir okkur.“

Innlit Völu Matt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Útieldhús, bar og draumagarður í Hafnarfirði

Útieldhús hafa þvílíkt verið að slá í gegn að undanförnu. Í ævintýralegum garði í Hafnarfirði hefur garðhönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir, hannað og smíðað bæði bar og eldhús sem er eins og eyja og algjört augnakonfekt.

Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir

Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.