Lífið

Sjóðheitt útgáfuboð fyrir vinsælustu bók landsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bergrún Íris Sævarsdóttir gaf á dögunum út bókina Kennarinn sem kveikti í. 
Bergrún Íris Sævarsdóttir gaf á dögunum út bókina Kennarinn sem kveikti í. 

Barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hélt á dögunum sjóðheitt útgáfuboð tilefni af útgáfu bókarinnar Kennarinn sem kveikti í. Um er að ræða funheita barnabók og var þemað tekið alla leið í fjölmennu boðinu.

Bókinn Kennarinn sem kveikti í situr nú í efsta sæti metsölulista Eymundsson og er þar með einnig á listanum yfir mest seldu barnabækur landsins en í öðru sæti barnabókalistans er Ævar Þór Benediktsson með bókina Þín eigin saga: Rauðhetta. Gunnar Helgason situr þar í þriðja sæti með bókina Drottningin sem kunni allt nema...

Fyrir útgáfuboðið hafði Bergrún sett mikinn metnað í að föndra hinar ýmsu skreytingar, þar á meðal brunahana til að slökkva þorstann og rjómaslökkvitæki fyrir logandi heita kökuna. Þá las hún upp úr bókinni Kennarinn sem kveikti í á heimasmíðuðu sviði í ekta galla frá slökkviliðinu.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði höfundinum alvöru búning í tilefni dagsins.
Súkkulaðikakan sló í gegn sem og rjómasprauturnar sem voru dulbúnar sem lítil slökkvitæki.
Hafnfirðingarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris árituðu bækur hvort fyrir annað.
Bergrún útbjó lítið svið í garðinum úr pallettum og gömlum spýtum.

Gestir gæddu sér á pylsum og kökum í garðinum fyrir utan heimili Bergrúnar.
Bæjarlistamennirnir Björk Jakobsdóttir og Bergrún Íris sögðu frá samstarfsverkefni í bígerð.
 Barnaleikrit sem sett verður upp í Gaflaraleikhúsinu.
Þorgerður Erla og Þórey María halda úti hlaðvarpinu Bókaklúbburinn og fengu að lesa bókina áður en hún kom út.

Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá í albúminu hér fyrir neðan. 

Súkkulaðikakan sló í gegn sem og rjómasprauturnar sem voru dulbúnar sem lítil slökkvitæki.
Myndabásinn sló í gegn og gátu gestir stillt sér upp með slökkvitæki og annan búnað.

Nýstofnuð ungliðadeild slökkviliðsins.

Löng röð myndaðist eftir árituðum bókum.

Bræðurnir Baldur Freyr og Birkir Atli gátu ekki beðið eftir að byrja að lesa.
Dagný Dís, Lóa Fatou, María og Snorri stilltu sér upp fyrir myndavélina.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×