Bókinn Kennarinn sem kveikti í situr nú í efsta sæti metsölulista Eymundsson og er þar með einnig á listanum yfir mest seldu barnabækur landsins en í öðru sæti barnabókalistans er Ævar Þór Benediktsson með bókina Þín eigin saga: Rauðhetta. Gunnar Helgason situr þar í þriðja sæti með bókina Drottningin sem kunni allt nema...
Fyrir útgáfuboðið hafði Bergrún sett mikinn metnað í að föndra hinar ýmsu skreytingar, þar á meðal brunahana til að slökkva þorstann og rjómaslökkvitæki fyrir logandi heita kökuna. Þá las hún upp úr bókinni Kennarinn sem kveikti í á heimasmíðuðu sviði í ekta galla frá slökkviliðinu.







Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá í albúminu hér fyrir neðan.