Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 23:38 Stjórn KSÍ sagði af sér í gær, degi eftir að formaðurinn Guðni Bergsson sagði af sér. KSÍ/ksi.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.
ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11
Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11