Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 31. ágúst 2021 21:11 Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi og framkvæmdastjóra KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36