Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 23:38 Stjórn KSÍ sagði af sér í gær, degi eftir að formaðurinn Guðni Bergsson sagði af sér. KSÍ/ksi.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.
ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Sjá meira
Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11
Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11