Ganga óbundin til kosninga en myndu skoða áframhaldandi samstarf fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 22:31 Formennirnir þrír virðast sammála um að skoða möguleikann á áframhaldandi samstarfi, falli atkvæði á þann veg að ríkisstjórnin haldi velli. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum. Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira