Sport

Elísabet varð fjórða í Nairóbi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elísabet Rut var öflug í Nairóbí.
Elísabet Rut var öflug í Nairóbí. mynd/ioc photos

Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð fjórða í sleggjukasti á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum fyrir 20 ára og yngri sem fram fer í Nairóbi í Kenýa. Hún var aðeins hálfum metra frá eigin Íslandsmeti.

Elísabet er aðeins 18 ára gömul en komst í úrslit á HM U20 með kasti upp á 59,78 metra, sem var níunda lengsta kastið inn í úrslitin.

Hún bætti sig töluvert þegar í úrslitin var komið og kastaði þá lengst 63,81 metra. Það dugði henni til fjórða sætis og hún því ekki langt frá því að komast á pall. Hún var aðeins um hálfum metra frá eigin Íslandsmeti upp á 64,39 metra. Það met setti Elísabet í apríl á þessu ári.

Hin finnska Silja Kosonen var með yfirburði í keppninni og kastaði lengst 71,64 metra. Það kast dugði fyrir gulli auk meistaramótsmets.

Kristján Viggó Sigfinnsson var einnig meðal keppenda í Nairóbí. Hann keppti í hástökki og stökk hæst 2,06 metra og hafnaði í 12. sæti. Ísraelinn Yonathan Kapitolnik stökk þar hæst, 2,26 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×