Enski boltinn

Pulisic með veiruna og missir af Lundúnaslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Pulisic verður fjarri góðu gamni þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun.
Christian Pulisic verður fjarri góðu gamni þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun. EPA-EFE/Paul Childs/NMC/Reuters

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic missir af Lundúnaslagnum þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun eftir að hann greindist með kórónaveiruna.

Pulisic skoraði annað mark Chelsea þegar að liðið vann Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann mun þó ekki spila á morgun þegar að liðið heimsækir Arsenal í stórleik helgarinnar.

Pulisic er ekki sá eini sem missir af leiknum vegna kórónaveirunnar, en fyrr í vikunni var greint frá því að fjórir leikmenn Arsenal hefðu greinst með veiruna. Það eru þeir Pierre-Emerick Aubameyang, Alexandre Lacazette, fyrrum Chelsea maðurinn Willian og íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson.

Framherjinn Aubameyang er þó búinn að jafna sig á veikindunum og vonast er til þess að hann geti spilað leikinn á morgun.

Það eru þó ekki aðeins slæmar fréttir í boði fyrir Chelsea menn, en N'Golo Kante og Hakim Ziyech eru báðir byrjaðir að æfa aftur og gætu snúið aftur á völlinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×