Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2021 08:01 Aðstöðuleysið stóð Ólafi fyrir þrifum. Samsett Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu. Frásögn hans hefst fyrir um tveimur vikum þegar hann kenndi leiklistartíma í Opna listaháskólanum. Tveimur dögum síðar réðst hann í langþráðar framkvæmdir. „Ég er að gera upp íbúðina mína og vinur minn hjálpar mér að taka út ónýtt og gamalt baðkar sem ég ætlaði að skipta út. Við hendum því út á sunnudagseftirmiðdegi og ég er rosalega ánægður með að hafa loksins komið því út,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í stað þess að fara í sund bauð hann félaga sínum svo út að borða sem þakklætisvott fyrir aðstoðina. Þeir sátu að snæðingi þegar Ólafur fékk símtal frá rakningateyminu um klukkan tíu um kvöldið og var tilkynnt að þátttakandi á námskeiðinu hafi greinst með Covid-19. Ákvað að þrauka „Ég fór í sóttkví fyrir ári síðan og finnst það svo sem ekki erfitt en þegar ég kem heim þá fatta ég náttúrulega að ég get ekki þvegið mér með eðlilegum hætti.“ Þá hafi hann í ljósi aðstæðna forðast það að stunda líkamsrækt og svitna óþarflega. „Ég fór í gegnum alls konar aðferðir til að reyna að þvo mér með litlum handklæðum en nennti því svo einhvern veginn ekki. Ég ákvað að þrauka og mér leið bara eins og algjörum kúk,“ segir Ólafur og skellir upp úr. Endaði hjá foreldrum sínum Ólafur tók sér ýmislegt fyrir hendur í sóttkvínni og segist aldrei hafa óttast það að vera smitaður. „Ég setti saman kommóðu sem ég keypti á netinu og kom sófa sem ég keypti inn um mjög lítið op með því að taka hann í sundur, ég er mjög stoltur af því. Svo var ég svolítið að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og reyna að skrifa. Þetta er ótrúlega langur tími sem maður hefur,“ bætir hann við. Ólafur losnaði svo úr sóttkví klukkan ellefu síðasta föstudag og fór rakleiðis í sturtu hjá foreldrum sínum. Mikilvægt að temja sér æðruleysi Aðspurður um hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti fundið fyrir gremju eða pirringi þegar hann var sendur í sóttkví segir Ólafur svo ekki vera. Mikilvægt sé að reyna að temja sér ákveðið æðruleysi í núverandi ástandi. „Það koma alveg tímabil þar sem maður getur ekki meira og mér hefur alveg liðið þannig. Það er sérstaklega mikil þreyta gagnvart þessu í minni starfsstétt og að geta ekki boðið fólki í leikhús. Það gengur ekkert upp að sýna stórar sýningar því þær standa ekki undir sér fjárhagslega.“ „Maður getur ekkert stjórnað þessu og þetta er bara svona. Ég var að gera leiksýningu fyrir ári síðan, við frestuðum örugglega frumsýningu fimm sinnum út af síbreyttum samkomutakmörkunum og sýndum loks um hálfu ári síðar.“ Ólafur vonast til að geta frumsýnt Tu jest za drogo í Borgarleikhúsinu eftir áramót. vísir/vilhelm Næst á dagskrá hjá Ólafi er að reyna að klára áðurnefnd leiklistarnámskeið og hefja æfingar á nýju leikriti sínu í nóvember. Verkið, sem ber heitið Tu jest za drogo, verður flutt í Borgarleikhúsinu af Leikfélaginu Pólis, leikfélagi íslensks og pólsks sviðslistafólks. Titillinn þýðist sem Úff hvað allt er dýrt hérna en verkið verður flutt á pólsku. Til stendur að frumsýna leikritið í janúar á næsta ári ef farsóttin leyfir. „Svo ég vona bara það besta og að það gangi upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Frásögn hans hefst fyrir um tveimur vikum þegar hann kenndi leiklistartíma í Opna listaháskólanum. Tveimur dögum síðar réðst hann í langþráðar framkvæmdir. „Ég er að gera upp íbúðina mína og vinur minn hjálpar mér að taka út ónýtt og gamalt baðkar sem ég ætlaði að skipta út. Við hendum því út á sunnudagseftirmiðdegi og ég er rosalega ánægður með að hafa loksins komið því út,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í stað þess að fara í sund bauð hann félaga sínum svo út að borða sem þakklætisvott fyrir aðstoðina. Þeir sátu að snæðingi þegar Ólafur fékk símtal frá rakningateyminu um klukkan tíu um kvöldið og var tilkynnt að þátttakandi á námskeiðinu hafi greinst með Covid-19. Ákvað að þrauka „Ég fór í sóttkví fyrir ári síðan og finnst það svo sem ekki erfitt en þegar ég kem heim þá fatta ég náttúrulega að ég get ekki þvegið mér með eðlilegum hætti.“ Þá hafi hann í ljósi aðstæðna forðast það að stunda líkamsrækt og svitna óþarflega. „Ég fór í gegnum alls konar aðferðir til að reyna að þvo mér með litlum handklæðum en nennti því svo einhvern veginn ekki. Ég ákvað að þrauka og mér leið bara eins og algjörum kúk,“ segir Ólafur og skellir upp úr. Endaði hjá foreldrum sínum Ólafur tók sér ýmislegt fyrir hendur í sóttkvínni og segist aldrei hafa óttast það að vera smitaður. „Ég setti saman kommóðu sem ég keypti á netinu og kom sófa sem ég keypti inn um mjög lítið op með því að taka hann í sundur, ég er mjög stoltur af því. Svo var ég svolítið að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og reyna að skrifa. Þetta er ótrúlega langur tími sem maður hefur,“ bætir hann við. Ólafur losnaði svo úr sóttkví klukkan ellefu síðasta föstudag og fór rakleiðis í sturtu hjá foreldrum sínum. Mikilvægt að temja sér æðruleysi Aðspurður um hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti fundið fyrir gremju eða pirringi þegar hann var sendur í sóttkví segir Ólafur svo ekki vera. Mikilvægt sé að reyna að temja sér ákveðið æðruleysi í núverandi ástandi. „Það koma alveg tímabil þar sem maður getur ekki meira og mér hefur alveg liðið þannig. Það er sérstaklega mikil þreyta gagnvart þessu í minni starfsstétt og að geta ekki boðið fólki í leikhús. Það gengur ekkert upp að sýna stórar sýningar því þær standa ekki undir sér fjárhagslega.“ „Maður getur ekkert stjórnað þessu og þetta er bara svona. Ég var að gera leiksýningu fyrir ári síðan, við frestuðum örugglega frumsýningu fimm sinnum út af síbreyttum samkomutakmörkunum og sýndum loks um hálfu ári síðar.“ Ólafur vonast til að geta frumsýnt Tu jest za drogo í Borgarleikhúsinu eftir áramót. vísir/vilhelm Næst á dagskrá hjá Ólafi er að reyna að klára áðurnefnd leiklistarnámskeið og hefja æfingar á nýju leikriti sínu í nóvember. Verkið, sem ber heitið Tu jest za drogo, verður flutt í Borgarleikhúsinu af Leikfélaginu Pólis, leikfélagi íslensks og pólsks sviðslistafólks. Titillinn þýðist sem Úff hvað allt er dýrt hérna en verkið verður flutt á pólsku. Til stendur að frumsýna leikritið í janúar á næsta ári ef farsóttin leyfir. „Svo ég vona bara það besta og að það gangi upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira