Innlent

Einn lagður inn á Akur­eyri með Co­vid-19

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Í gær var einstaklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 og er hann sá fyrsti til þess að vera lagður inn á sjúkrahúsið þar í þessari bylgju faraldursins.

Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem lagður var inn á legudeild til eftirlits. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Líðan mannsins er sögð vera sæmileg en hann er á þrettánda degi veikinda. Hann er ekki í öndunarvél.

Maðurinn er sá eini sem liggur inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 og er jafnframt sá fyrsti til þess að vera lagður þar inn vegna veirunnar í þeirri bylgju sem nú ríður yfir.

Alls eru 72 einstaklingar í einangrun smitaðir af veirunni og 76 í sóttkví á Norðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×