„Nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:44 Hljómsveitin Spacebreaker spilar partí-rokk og gefur út sína fyrstu EP plötu, Blast. „Platan er okkar tilraun til að búa til partí rokk. Það er nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu, þetta er ekki þannig. Þetta er bara „high energy“ keyrsla sem að fólk hefur vonandi gaman af,“ segir Hallur Sigurðsson í samtali við Vísi. Hallur er söngvari í hljómsveitinni Spacebreaker sem gefur nú út sína fyrstu plötu, Blast, en platan er EP plata og að sögn Halls er hún stutt en kröftug. Okkur langaði til að reyna að fókusa á að það væri gaman að hlusta. Að fólk gæti sungið með og verið í stuði. Ásamt Halli skipa hljómsveitina þeir Helgi Björnsson, Gylfi Andrésson og Tumi Steinsson. Fyrsta lagið sem þeir senda frá sér heitir Bad News en tónlistarmyndband við lagið er væntanlegt á næstunni. Klippa: Bad News - Spacebraker „Við erum æskuvinir, gengum í sömu skóla og tónlistarskóla og spiluðum saman sem unglingar. Svo fyrir ári síðan datt okkur í hug að byrja aftur og höfum ekki getað hætt síðan,“ segir Hallur en þeir félagar eiga það einnig sameiginlegt að aðhyllast sömu tónlistarstefnur. „Allt frá Led Zeppelin yfir í Mastodon, þó svo að það sé ekki endilega innblástur tónlistarinnar. Tónlistin er bara það sem verður til þegar við komum saman, án þess að spá neitt sérstaklega í hvað aðrir hafa gert,“ segir Hallur að lokum. Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hallur er söngvari í hljómsveitinni Spacebreaker sem gefur nú út sína fyrstu plötu, Blast, en platan er EP plata og að sögn Halls er hún stutt en kröftug. Okkur langaði til að reyna að fókusa á að það væri gaman að hlusta. Að fólk gæti sungið með og verið í stuði. Ásamt Halli skipa hljómsveitina þeir Helgi Björnsson, Gylfi Andrésson og Tumi Steinsson. Fyrsta lagið sem þeir senda frá sér heitir Bad News en tónlistarmyndband við lagið er væntanlegt á næstunni. Klippa: Bad News - Spacebraker „Við erum æskuvinir, gengum í sömu skóla og tónlistarskóla og spiluðum saman sem unglingar. Svo fyrir ári síðan datt okkur í hug að byrja aftur og höfum ekki getað hætt síðan,“ segir Hallur en þeir félagar eiga það einnig sameiginlegt að aðhyllast sömu tónlistarstefnur. „Allt frá Led Zeppelin yfir í Mastodon, þó svo að það sé ekki endilega innblástur tónlistarinnar. Tónlistin er bara það sem verður til þegar við komum saman, án þess að spá neitt sérstaklega í hvað aðrir hafa gert,“ segir Hallur að lokum.
Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira