Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 16:01 Sigmundur hefur þróað litarefni úr íslenskum jurtum. Hönnunarsafn Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun. Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun.
Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira