Sport

Bætti eigið heimsmet í Tókýó þegar hann tryggði sín þriðju gullverðlaunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dressel í lauginni í nótt.
Dressel í lauginni í nótt. vísir/Getty

Bandaríski sundkappinn Caeleb Dressel hefur verið afar sigursæll á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Í nótt bætti hann eigið heimsmet þegar hann synti 100 metra flugsund á 49,95 sekúndum. Tryggði hann sér um leið sín þriðju gullverðlaun á leikunum í ár en hann hafnaði í fyrsta sæti í 100 metra skriðsundi og var hluti af sveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðsundi.

Hinn 24 ára gamli Dressel á nú fimm Ólympíugull í verðlaunaskápnum því hann vann til tveggja gullverðlauna í Ríó árið 2016.

Í 800 metra skriðsundi kvenna hafði hin bandaríska Katie Ledecky vinninginn og vann því greinina þriðju Ólympíuleikana í röð. 

Ledecky verið í algjörum sérflokki í 800 metra skriðsundi á undanförnum árum en hún var aðeins 15 ára gömul þegar hún keppti á ÓL í London 2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.