Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 11:59 Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb? skjáskot/A24 Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14