Verðlaunin eru veitt fyrir frumlegustu kvikmyndina. En myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndanum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi.

Með aðalhlutverk í myndinni fer leikkonan Noomi Rapace sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í Millenium-þríleiknum. Rapace ólst upp á Íslandi en þetta er fyrsta hlutverk hennar á íslensku.
Þá fer Hilmir Snær Guðnason einnig með aðalhlutverk í myndinni.
Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni við mikið lof erlendra fjölmiðla. Myndin verður frumsýnd hér á landi í september.