Lífið

Jenni­fer sviptir hulunni af vara­lit Rachel úr Fri­ends

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Persónan Rachel Green, leikin af Jennifer Aniston, hefur af mörgum verið talin ein af táknmyndum tísku tíunda áratugarins. Hún er þekkt fyrir svokallaða Rachel-hárgreiðslu og brúntóna varalit.
Persónan Rachel Green, leikin af Jennifer Aniston, hefur af mörgum verið talin ein af táknmyndum tísku tíunda áratugarins. Hún er þekkt fyrir svokallaða Rachel-hárgreiðslu og brúntóna varalit. Samsett

Leikkonan Jennifer Aniston hefur deilt því með aðdáendum hvaða varalit hún notaði þegar hún fór með hlutverk Rachel Green í þáttunum Friends. 

Tíska tíunda áratugarins hefur átt sterka endurkomu síðustu ár. Þeir sem eru í leit að hinum fullkomna brúna varalit þurfa þó ekki að örvænta, því leikkonan Jennifer Aniston hefur nú deilt því með aðdáendum hvaða varalit persónan Rachel notaði í þáttunum.

Um er að ræða satín varalit frá snyrtivöruframleiðandanum MAC í litnum „Paramount“. Satín formúlan er rakagefandi og gefur kremkennda og örlítið glansandi áferð. 

Persónan Rachel Green hefur af mörgum verið talin ein af táknmyndum tísku tíunda áratugarins. Þar spila hárgreiðslan og förðunin ekki minna hlutverk en fatnaðurinn sjálfur.

Konur út um allan heim flykktust á hárgreiðslustofur og báðu um svokallaða Rachel-hárgreiðslu. Þá voru brúntóna varalitir í líkingu við þann sem Rachel notaði afar vinsælir.

Þó svo að rúmlega tuttugu ár séu síðan Rachel skartaði varalitnum í þáttunum, er hann ennþá fáanlegur í MAC og er hann flokkaður sem einn sá vinsælasti á heimasíðu snyrtivöruframleiðandans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.