Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Elma Rut Valtýsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júlí 2021 20:46 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira