Tveir menn fundust látnir í lúxusvillu Gianni Versace Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 16:12 Mennirnir fundust á hótelinu Villa Casa Casuarina sem var heimili tískumógúlsins Gianni Versace áður en hann var myrtur. Getty/Stephane Cardinale Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami. Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace. Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace.
Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00