Lífið

Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni

Ása Ninna Pétursdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Fjölskyldan í Kópavogi stækkar. 
Fjölskyldan í Kópavogi stækkar.  Sara Linnet

Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linn­eth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 

Parið eignaðist sitt fyrsta barn, drenginn Björg­vin Úlf Árna­son Castañed, í febrúar á síðasta ári.

Nú í byrjun júlí opnaði Árni Páll nikótínbúðina Vörina á Dalvegi og sagðist hann á Instagram síðu sinni vera þakklátur fyrir að stækka veldið. 

Veldið hans er svo sannarlega að stækka á fleiri vígstöðum þar sem vísitölufjölskyldan Kópavogi verður fullmynduð innan nokkurra mánaða. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.