Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir biður viðkvæma hópa að gæta að sér og hvetur stofnanir til að fara yfir sýkingavarnir vegna viðkvæmrar stöðu í samfélaginu. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kemur í settið og ræðir delta-afbrigðið sem hefur greinst hjá smituðum.

Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem Ingólfur Þórarinsson krefur um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna frétta og ummæla um hann. Fjallað verður um málið í fréttatímanum. Þá verður sagt frá áætlunum Icelandair að nota vetnis- og rafmagnsflugvélar í innanlandsflugi.

Sýnt verður frá síðasta bólusetningardeginum í Laugardalshöll og rætt við starfsfólkið sem hefur staðið vaktina síðustu mánuði — og bólusett nær alla fullorðna höfuðborgarbúa.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.