Óvissa með framtíð Lingard Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2021 16:30 Ekki er víst hvar Jesse Lingard spilar á næstu leiktíð. Plumb Images/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn. Hinn 28 ára gamli Lingard fór á láni til West Ham á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði. Skoraði hann níu mörk og lagði upp önnur fimm í aðeins 16 leikjum. Hann var nálægt því að vera valinn ílandsliðshóp Englands fyrir EM en Gareth Southgate – þjálfari liðsins – ákvað á endanum að velja frekar fjóra hægri bakverði. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur West Ham mikinn áhuga á að festa kaup á leikmanninum en er ekki tilbúið að borga uppsett verð. Lingard á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum á Old Trafford en samt sem áður vill Man United 30 milljónir punda. Jadon Sancho due a three-week break (like other England players) so debut could be final pre-season game.Attention turns to Raphael Varane, who has indicated he wants to join #MUFC. Still significant gap to Real fee, however.Sales also needed https://t.co/JiGcqqsnpN— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) July 14, 2021 Mikil óvissa ríkir í herbúðum Man Utd varðandi framtíð Lingard. Talað er um að gefa leikmanninum nýjan samning svo hægt sé að selja hann á hærra verði næsta sumar eða selja strax þar sem liðið þarf á fjármunum að halda. Lingard sjálfur hefur sagt að aðalatriði hans sé að spila reglulega, eitthvað sem hann hefur ekki gert undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Manchester United hefur nú þegar staðfest kaup á Jadon Sancho fyrir rúmlega 70 milljónir punda en hann á þó enn eftir að gangast undir læknisskoðun. Þá er Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, orðaður við rauða hluta Manchester-borgar. Það er því ljóst að félagið þarf á fjármunum að halda og það strax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Lingard fór á láni til West Ham á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði. Skoraði hann níu mörk og lagði upp önnur fimm í aðeins 16 leikjum. Hann var nálægt því að vera valinn ílandsliðshóp Englands fyrir EM en Gareth Southgate – þjálfari liðsins – ákvað á endanum að velja frekar fjóra hægri bakverði. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur West Ham mikinn áhuga á að festa kaup á leikmanninum en er ekki tilbúið að borga uppsett verð. Lingard á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum á Old Trafford en samt sem áður vill Man United 30 milljónir punda. Jadon Sancho due a three-week break (like other England players) so debut could be final pre-season game.Attention turns to Raphael Varane, who has indicated he wants to join #MUFC. Still significant gap to Real fee, however.Sales also needed https://t.co/JiGcqqsnpN— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) July 14, 2021 Mikil óvissa ríkir í herbúðum Man Utd varðandi framtíð Lingard. Talað er um að gefa leikmanninum nýjan samning svo hægt sé að selja hann á hærra verði næsta sumar eða selja strax þar sem liðið þarf á fjármunum að halda. Lingard sjálfur hefur sagt að aðalatriði hans sé að spila reglulega, eitthvað sem hann hefur ekki gert undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Manchester United hefur nú þegar staðfest kaup á Jadon Sancho fyrir rúmlega 70 milljónir punda en hann á þó enn eftir að gangast undir læknisskoðun. Þá er Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, orðaður við rauða hluta Manchester-borgar. Það er því ljóst að félagið þarf á fjármunum að halda og það strax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira