Innlent

Setti upp myndavél í sameign vegna úrgangs nágrannahundsins

Snorri Másson skrifar
Mynd úr safni. Íbúa í fjöleignarhúsi var gert að taka niður eftirlitsmyndavél sem hann hafði sett upp til að fylgjast með hundi nágranna síns. Hundurinn mun hafa gert þarfir sínar á útidyradröppur hans.
Mynd úr safni. Íbúa í fjöleignarhúsi var gert að taka niður eftirlitsmyndavél sem hann hafði sett upp til að fylgjast með hundi nágranna síns. Hundurinn mun hafa gert þarfir sínar á útidyradröppur hans. Vísir/Vilhelm

Íslendingi, sem hefur um nokkra hríð haft eftirlitsmyndavél í sameign fjöleignarhúss síns, hefur verið gert að taka hana niður. Að hundur nágrannans geri þarfir sínar á sameiginlegri lóð þeirra er að mati Persónuverndar ekki fullnægjandi ástæða fyrir þörf á öryggismyndavél.

Persónuvernd birti í dag úrskurð í málinu, en eigandi hundsins hafði kvartað undan þessu eftirliti nágranna síns. 

Tilgangur vöktunarinnar var að sögn ábyrgðaraðila að sýna fram á að nágranninn fari ekki að reglum í samningi og að hundur hans geri þarfir sínar á sameign (lóð) og séreign (útidyratröppur) þeirra. Upptökur þar sem það átti að sjást hafi þegar verið sendar lögfræðingi hundeigandans.

Aðilarnir sýndu þrátt fyrir þetta að mati Persónuverndar ekki fram á nauðsyn vöktunarinnar, sem einnig tók til almannarýmis, og var það því niðurstaðan að vöktunin samrýmdist ekki lögum. Lagt var fyrir ábyrgðaraðilana að stöðva vöktunina og eyða öllu uppteknu efni.

Verði fólkið ekki við þessu á það á hættu að vera beitt dagsektum upp á allt að 200.000 krónum fyrir hvern dag sem líður án þess að fyrirmælunum sé hlýtt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.