Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/ANDY RAIN Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50
Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30
Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57
Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04