Lífið

Í sjokki eftir ofurhugastökk í ískalt fljótið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkrir ofurhugar létu vaða en aðrir létu sér nægja að fylgjast með. Kannski var hnéð eitthvað að bregðast þeim, eins og var tilfellið í sögulegu Fóstbræðraatriði.
Nokkrir ofurhugar létu vaða en aðrir létu sér nægja að fylgjast með. Kannski var hnéð eitthvað að bregðast þeim, eins og var tilfellið í sögulegu Fóstbræðraatriði.

Nokkrir félagar gerðu sér glaðan dag í Biskupstungum í dag og voru heldur betur hugaðir. Þeir fækkuðu fötum og stukku af brúnni yfir Tunguljót út í ískalt vatnið.

Eins og heyra má í myndbandinu þá öskra karlarnir og jafnvel blóta þegar þeir koma upp á yfirborð fljótsins eftir ískalda lendinguna. Engin furða enda ekki lítið sjokk fyrir líkamann að fara á bólakaf í kalt vatnið.

Hlýtt er á landinu í dag og verður áfram um helgina. Því má reikna með því að fleiri geri sér að leik að sprikla í köldu vatni, hvort sem er í formi þess að vaða út í stöðuvatn eða fleygja sér úr hæstu hæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×