Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 19:31 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara lögreglunnar. Vísir Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira